Á morgun, sunnudag kl. 18.00 verður ný íslensk þáttaröð um íslenskan sjávarútveg, forsýnd í Félagsheimilinu. Þættirnir eru gerðir af Jóni Hermannssyni, kvikmyndagerðarmanni. Þættirnir eru fimm talsins og morgun verður fyrsti þátturinn forsýndur. Hann fjallar um tímaskeiðið frá 1940 til ársins 1960. Vestmannaeyjar koma mjög við sögu í þessum fyrsta þætti, m.a. Binni í Gröf og þeir Héðinshöfðabræður sem gerðu út Draupni VE.