Brasilíski miðjumaðurinn Italo Jorge Maciel er á leið frá ÍBV en þessi sterki miðjumaður er eini brasilíski leikmaðurinn af þremur, sem komu til ÍBV fyrir tímabilið, sem hefur spilað að einhverju viti í Íslandsmótinu. Ástæður þess að Italo yfirgefur herbúðir ÍBV eru persónulegar og fer hann í sátt og samlyndi við knattspyrnuráð ÍBV. Sigursveinn Þórðarson, formaður ráðsins sagði í samtali við Eyjafréttir að félagið hefði ekki getað staðið í vegi fyrir brottför leikmannsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst