ÞAÐ er alveg klárt og kvitt að þær mótvægisaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur boðað í tengslum við kvótaskerðingu á þorski eru ekki boðlegar og þær eru því miður nánast dónaskapur og lítilsvirðing við stærstan hluta landsbyggðarinnar. Stokka verður spilin upp á nýtt og gera úttekt á málinu í samráði við sveitarfélögin, útvegsmenn og verkafólk. Það duga engin vettlingatök í þessum efnum eða úthlutun á einhverjum ruðum til sveitarfélaga, nánast með geðþóttaákvörðunum eins og virðist vera. Menn verða að gera sér grein fyrir því að málið er það alvarlegasta sem komið hefur upp á Íslandi í manna minnum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst