Knattspyrnulið ÍBV lék fyrsta æfingaleik sinn um helgina þegar liðið mætti Fjölni á laugardag. Liðin léku einmitt bæði í 1. deild síðasta sumar en Fjölnismenn komust upp í úrvalsdeild en Eyjamenn sátu eftir. ÍBV tefldi fram mjög ungu liði en þrátt fyrir það endaði leikurinn 1:1. Þrír brasilískir leikmenn er nú til reynslu hjá ÍBV og áttu þeir að leika með liðinu en komu þeirra til landsins seinkaði þannig að þeir spiluðu ekki.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst