ÍBV og Breiðablik gerðu 1:1 jafntefli þegar liðin mættust í Pepsi-deild karla nú fyrir skemmstu. Blikarnir voru sterkari framan af og var það Höskuldur Gunnlaugsson sem kom þeim yfir á 20. mínútu. Eyjamenn sóttu hins vegar í sig veðrir í seinni hálfleik og var það varamaðurinn Gunnar Heiðar �?orvaldsson sem jafnaði metin á 72. mínútu. Ekki urðu mörkin fleiri og sanngjarnt jafntefli niðurstaðan.