ÍBV og Stjarnan mættust í Pepsi-deild kvenna í kvöld og endaði leikurinn með 1:1 jafntefli. Stjarnan fékk vítaspyrnu strax eftir rúman tíu mínútna leik en Adelaide Gay í marki ÍBV gerði sér lítið fyri varði spyrnuna. Á 23. mínútu leiksins var aftur dæmd vítaspyrna á ÍBV, skiljanlega við lítinn fögnuð stuðningsmanna Eyjakvenna. Adelaide Gay kom þá engum vörnum við og staðan 0:1.
Stjarnan fór inn í hálfleikinn með forystuna en eftir um klukkutíma leik jafnaði Adrienne Jordan metin fyrir heimakonur eftir vel útfærða aukaspyrnu Sóleyjar Guðmundsdóttur. Skömmu fyrir leikslok átti Kristín Erna Sigurlásdóttir ágætis skot sem hafnaði í þverslánni og var það síðasta alvöru færi leiksins. Lokastaða 1:1 jafntefli eins og fyrr segir, niðurstaða sem bæði lið geta vel við unað.
Eftir leikinn er Stjarnan með 7 stig en ÍBV 4 stig.
Hér má sjá svipmyndir frá leiknum.