ÍBV og Stjarnan mættust í fjörugum leik í Pepsi-deild karla í dag þar sem lokatölur voru 2:2. Mikkel Maigaard kom heimamönnum yfir eftir um 13 mínútna leik en gestirnir úr Garðabænum jöfnuðu metin fimm mínútum síðar úr vítaspyrnu. Eyjamenn fengu einnig vítaspyrnu á 22. mínútu en þá steig Gunnar Heiðar �?orvaldsson á punktinn og skoraði af miklu öryggi og kom ÍBV aftur í forystu.
�?að dró strax til tíðinda á upphafsmínútum síðari hálfleiks en þá fékk Stjörnumaðurinn Eyjólfur Héðinsson sitt annað gula spjald fyrir klaufalegt brot og þar með rautt. ÍBV tókst hins vegar ekki að nýta sér liðsmuninn og voru það gestirnir sem náðu að gera jöfnunarmark þegar um stundarfjórðungur lifði leiks en þá fylgdi Guðjón Baldvinsson eftir vítaspyrnu sem Derby Carillo varði í marki ÍBV. Jafntefli því niðurstaðan í leik sem hefði þurft að vinnast.