Leikur Þór/KA og ÍBV endaði með jafntefli, 1-1, á SaltPay vellinum á Akureyri kl. 14:00 í dag.
Um er að ræða leik í 10. umferð Pepsi Max-deildar kvenna. Liðin voru nokkuð jöfn fyrir leik og sátu þau í 6. og 7. sæti deildarinnar. Lið þessi mættust síðast í 1. umferð deildarinnar þann 4. maí en fór þá Þór/KA með sigur úr bítum.
Eins og Eyjafréttir höfðu greint frá í gær var Ian Jeffs þjálfari liðs ÍBV og stillti hann upp óbreyttu byrjunarliði frá 2-1 sigri ÍBV gegn Fylki úr síðustu umferð.
Leikmaður ÍBV, Delaney Baie Pridham, hlaut gult spjald á 35 mínútu og var leikurinn nokkuð jafn framan af. Staðan 0-0 þegar fyrri hálfleikur var svo flautaður af.
Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Colleen Kennedy fyrir Þór/KA og stuttu síðar kom seinna gula spjald leiksins í skaut Sögu Lífar Sigurðardóttur leikmanns Þór/KA.
Hanna Kallmaier jafnaði leikinn fyrir ÍBV með marki á 65 mínútu eftir stoðsendingu frá Þóru Björg Stefánsdóttur.
Næsti leikur kvennaliðs ÍBV verður gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í 11. umferð þann 20. júlí kl. 20:00.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.