ÍBV og FH skildu jöfn í lokaleik sínum fyrir jólafrí í Olísdeild karla í Eyjum í dag. Lokatölur 26-26. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og komust fjórum mörkum yfir í upphafi leiks. Meistararnir tóku svo við sér og snéru leiknum sér í hag laust fyir leikhlé og var staðan þegar menn gengu til búningsklefa 11-13.
Jafnræði var með liðunum í seinni hálfleiknum og allt til enda. Liðin tóku því sitt hvort stigið út úr þessum leik. Markahæstir í Eyjaliðinu í dag voru þeir Dagur Arnarson og Gauti Gunnarsson sem gerðu sex mörk hvor. Kári Kristján Kristjánsson skoraði fimm mörk. FH-ingar tróna enn á toppi deildarinnar eru með 22 stig. ÍBV er í sjötta sæti með 14 stig.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst