Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur og þingmaður er einn þekktasti og virtasti fræðimaðurinn um jarðfræði Íslands. Hann hefur skrifað mikið um jarðfræði, þar með talin eldgos. Hann hefur að auki gert fjölmarga áhugaverða og vandaða þætti um jarðsögu Íslands fyrir sjónvarp og útvarp.
En Ari Trausti er einnig þingmaður okkar hér í Suðurkjördæmi og hefur þegar vakið athygli á Alþingi fyrir framgöngu sína þar.
Fimmtudaginn 4. maí boðar Ari Trausti til opins fundar í Arnardrangi og hefst fundurinn kl. 20:00. �?ar mun hann m.a. ræða eldgos, jarðfræði og stjórnmál og reyna að svara spurningum eins og: �??Hvar gýs næst, verður það í Heklu, Kötlu, Bárðarbungu eða í stjórnarráðinu?�??
Vestmannaeyingar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um mál sem sannarlega snerta okkur öll.