Jason Stefánsson hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild ÍBV. Samningurinn er til þriggja ára eða út tímabilið 2028, að því er segir í tilkynningu frá klúbbnum.
Jason hefur leikið allan sinn feril með ÍBV og hefur hægt og rólega unnið sig inn sem miklivægur hlekkur í leik liðsins. Jason lék í vetur 22 leiki með meistaraflokki félagsins og skorðaði í þeim 7 mörk. Hann hefur leikið með yngri landsliðum Íslands. Seinasta verkefni var Sparkassen mótið sem var í Þýskalandi milli jól og nýars með U-19. Í ágúst mun hann far til Egyptalands að keppa á HM með U-19 ára landsliðinu.
Í tilkynningunni segir enn fremur að mikil ánægja sé með að Jason muni áfram leika með ÍBV og er tilhlökkun til áframhaldandi samstarfs innan félagsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst