Í fyrsta tilfellinu var stórri pallbifreið, jeppa ekið austur Suðurlandsveginn áleiðis upp Sléttalandsbrekkuna þegar ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni sökum hálku með þeim afleiðingum að hún fór út af veginum og valt þar heilan hring, hafnaði á hjólunum. Með ökumanni voru tveir farþegar og voru þeir fluttir til aðhlyningar á heilsugæslustöðina á Hellu en meiðsl þeirra reyndust ekki alvarleg. Bifreiðin er mikið skemmd jafnvel ónýt.
Í öðru tilfellinu valt minni pallbifreið, jeppa á Suðurlandsvegi rétt austan við Hvolsvöll en ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni sökum hálku á yfirborði vegarins. Bifreiðin hafnaði á toppnum utan vegar og er mikið skemmd eftir. �?kumaðurinn sem var einn í bifreiðinni slapp án teljandi meiðsla.
Í þriðja tilfellinu missti ökumaður minni jeppa, jepplings, bifreið sína út af Suðurlandsvegi í Sléttalandsbrekku. �?kumanninum tókst að stýra bifreiðinni þannig út af veginum að hún valt ekki en bifreiðin er skemmd eftir að hafa lent í þýftri jörð sem þarna er utan vegar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst