Jól í skókassa, verkefni KFUM og KFUK á Íslandi, sem hefur hlotið mikinn stuðning og notið mikillar velgengni undanfarin ár er aftur farið af stað. Verkefnið snýst um að setja litlar og einfaldar gjafir í skókassa sem síðan eru sendir til munaðarlausra og fátækra barna í Úkraínu.
Tekið er á móti kössum í Landakirkju en opið er að jafnaði milli kl. 9:00 og fram til 15:00. Síðasti skiladagur skókassa í Vestmannaeyjum er föstudagurinn 5. nóvember.
Mikilvægt er að fara vel eftir leiðbeiningum varðandi hvað má fara í kassana og hvernig ganga eigi frá þeim. Um þessar mundir er sérstaklega mikilvægt er að gæta að sóttvörnum við frágang kassanna. Allar upplýsingar um slíkt ásamt prentefni til merkinga er að finna á heimasíðu verkefnisins kfum.is/skokassar
Nálgast má skókassa í Axel Ó, Sölku og Flamingo.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst