Jólablað Eyjafrétta sem er bæjarblað Vestmannaeyinga verður borið til áskrifenda í dag auk þess sem blaðið er til sölu á Kletti og í Tvistinum. Eins og alltaf er fjallað um málefni Vestmannaeyja og Vestmannaeyinga með áherslu á menningu, mannlíf, atvinnulíf og sögu bæjarins. Með efni fyrir alla, ungra sem aldinna.
Meðal efnis er:
Eyjamaðurinn er Gunnhildur í Flamingó sem fagnar 30 ára afmæli verslunarinnar um þessar mundir. Daði Sigurðsson er verðlaunaklippari í kvikmyndaheiminum. Ítarleg umfjöllun er um leikskólann Kirkjugerði sem er 50 ára. Gígja Óskarsdóttir er nýr stjóri Sagnheima og Lundaballlinu eru gerð skil. Margir þekkja Óla Gränz sem er í stóru viðtali í blaðinu. Konunglegu teboði eru gerð góð skil og Vélaverstæðið Þór hefur þjónað Eyjamönnum í 50 ár. Sigurgeir Jónsson frá Þorlaugargerði segir frá róðrum í Klaufinni. Þetta og margt annað skemmtilegt er að finna í blaðinu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst