Jólablað Fylkis 2019 var borið í hús í Eyjum um helgina og einnig sent víðsvegar um land. Blaðið er að þessu sinni 32 bls. sem er 8 bls. stærra en undanfarin ár. Tilefnið er 70 ára afmæli blaðsins en það kom fyrst úr 18. mars 1949. Fjölmargar greinar eru í blaðinu og fjallað um margvísleg málefni , má þar nefna umfjöllun um komu ungversku flóttamannanna til Eyja fyrir rúmum 60 árum , húsið Steinholt við Kirkjuveg og íbúa þess, viðtal við Svabba Steingríms , vígslu sjóvarmaveitunnar, tónlistarlíf í Eyjum um 1950 , 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar, starfsemi Eyverja í 90 ár og jólahugvekja. Þá er Þátturinn Látnir kvaddir sem fylgt hefur blaðinu frá 1975. JólaFylkir 2019 heild sinni er kominn á eyjafréttir.is líkt og undanfarin ár og verður þar til loka janúar 2020. Jólablað Fylkis var prentað í Landsprent , en umbrot og uppsetning var í höndum Sæþórs Vídó Þorbjarnarsonar hjá Eyjasýn. Ritstjóri JólaFylkis er Arnar Sigurmundsson og ábyrgðarmaður þess er Eyþór Harðarson.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst