Í dag klukkan 14:30 verður jólasýning Ránar haldin í stóra sal íþróttamiðstöðvarinnar. Hin árlega jólasýning er ávallt vel sótt enda hafa krakkarnir æft stíft fyrir sýninguna. Á Jólasýningunni sýna allir aldurshópar Fimleikafélagsins Ránar, allt frá allra yngstu iðkendunum allt upp stálpaða unglinga. Aðgangseyrir er aðeins 500 krónur.