Jólatónleikar Skólalúðrasveitar Vestmannaeyja í dag
14. desember, 2011
Í dag miðvikudaginn 14.desember kl17:30 mun Skólalúðrasveit Vestmannaeyja verða með jólatónleika í Hvítasunnukirkjunni við Vestmannabraut. Fram koma yngri og eldri deild Skólalúðrasveitarinnar (pínu og mini-lú) ásamt því að Lúðrasveit Vestmannaeyja mun verða krökkunum til aðstoðar í nokkrum laganna.