Fjöldi manns var saman komin í skóginum síðasta sunnudag enda tilvalið fyrir fjölskyldur að sameinast í fallegu umhverfi og njóta útiverunnar. Jólasveinar létu sig ekki vanta börnunum til mikillar ánægju. Gafst þeim kostur á að þeysast um á fjórhjóli með sveinunum en þó jólasveinarnir sé orðnir ansi gamlir eru þeir duglegir að nýta sér tækninýjungar. Boðið var uppá rjúkandi kakó og allir fóru glaðir heim með ljómandi falleg tré enda úrvalið mikið. Framhald verður á jólatréssölunni næsta sunnudag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst