Jólaveðrið: Útlit fyrir hvassa suðvestanátt
DSC 6583
Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur Friðriksson

Þegar einungis þrír dagar eru til jóla er ekki úr vegi að líta yfir nýjustu veðurspánna og sjá hvernig kemur til með að viðra á okkur um hátíðina. Byrjum samt að skoða veðurspánna fyrir Suðurland næsta sólarhringinn.

Í nýrri spá Veðurstofu Íslands segir: Hæg norðlæg eða breytileg átt og stöku él, en norðvestan 8-15 m/s seinnipartinn, hvassast vestast. Vestlæg átt, 3-10 og dálítil él á morgun, en suðlægari og fer að snjóa um kvöldið. Frost 0 til 8 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag (Þorláksmessa):
Gengur í suðaustan 15-23 m/s með rigningu eða slyddu um morguninn og hita 2 til 7 stig, en snýst í suðvestan 13-20 eftir hádegi með skúrum og síðar éljum og kólnar, en styttir fyrir austan.

Á þriðjudag (aðfangadagur jóla):
Suðvestan 10-18 m/s og él, en snjókoma eða slydda um tíma síðdegis sunnan- og vestanlands og hvessi með kvöldinu. Hægara og úrkomuítið norðaustantil. Vægt frost víða um land, en frostlaust með suðurströndinni.

Á miðvikudag (jóladagur):
Útlit fyrir hvassa suðvestanátt með éljagangi, en bjartviðri norðaustantil. Frost víða 0 til 6 stig.

Á fimmtudag (annar í jólum) og föstudag:
Líklega suðvestlæg eða breytilega átt með snjókomu eða éljum víða á landinu og áfram svalt í veðri.
Spá gerð: 21.12.2024 08:11. Gildir til: 28.12.2024 12:00.

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.