Jón Viðar Stefánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs ÍSAM. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Jón Viðar hafi mikla reynslu á sviði sölu- og markaðsmála, sem og af rekstri, en hann hefur áður starfað sem markaðsstjóri Coca-Cola hjá Vífilfelli, markaðsstjóri Húsasmiðjunnar og framkvæmdastjóri Áberandi ehf.
�??ÍSAM er spennandi fyrirtæki og regnhlíf yfir mörg stór og sterk vörumerki sem Íslendingar nota á hverjum degi, s.s. BKI kaffi, ORA, Ariel, Gillette, Pampers svo fáein séu nefnd. �?að er spennandi að vera þátttakandi í að móta framtíðarstefnu fyrirtækisins,�?? er haft eftir Jóni Viðari í tilkynningu.
Jón Viðar er með B.Sc. gráðu í markaðsfræðum frá Háskólanum í Reykjavík. Eiginkona hans er Auður Kristín �?orgeirsdóttir go eiga þau fjögur börn. �?á er Jón Viðar Vestmannaeyingur og ötull stuðningsmaður ÍBV.