Föstudagskvöld á komandi goslokahelgi, 1. júlí nánar tiltekið verða haldnir útgáfutónleikar með yfirskrifinni �??Í skugga meistara yrki ég ljóð�?? til að fagna útgáfu plötu sem gefin er út af Bandalagi vestmanneyskra söngva- og tónskálda (BEST). Aðgangur verður að sjálfssögu ókeypis og platan seld á sanngjörnu verði. Í frétt frá aðstandendum segir að á plötunni verði lög eftir frábæra lagahöfunda í Vestmannaeyjum og hafa sum laganna aldrei heyrst áður. Tilurð verkefnisins má rekja til þess að nokkrir tónlistarmenn hér í Vestmannaeyjum fannst framþróun í okkar annar ágætu Eyjatónlist vera litla sem enga, vildu breyta því og hugsanlega stuðla að því að hún ætti sér framtíð hjá komandi kynslóðum.
Fjöldi fólks hér í Vestmannaeyjum á ofan í skúffum sínum lög og texta sem án vettvangs fá ekki að heyrast og var það markmiðið að búa þann vettvang til.
Gísli Stefánsson og Sæþór Vídó hafa í sameiningu útsett lög sem laga- og textahöfundarnir Hafdís Víglundsdóttir, Sigurður �?skarsson, Snorri Jónsson, Guðlaugur �?lafsson, Ágúst �?skar Gústafsson (læknir), Helgi Tórshamar, Sævar Helgi Geirsson, Helena Pálsdóttir, Kolbrún Harpa Vatnsdal, Gísli Stefánsson, Sæþór Vídó, Sigurmundur Gísli Einarsson, Sigurjón Ingólfsson og Guðjón Weihe hafa samið og útkoman er myndug tíu laga Eyjaplata í kántrí stíl. Söngvarar eru heldur ekki að verri endanum en svo dæmi sé tekið flytja þeir Júníus Meyvant og Árni Johnsen saman dúett í lagi Simma í Betel sem ber nafnið Surtsey. Lagið mun heyrast á öldum ljósvakans á næstu dögum.