Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið og nokkur erill í kringum skemmtistaði bæjarins um helgina. Nokkuð var um stympinga og þurftu fjórir að leita til læknis vegna áverka sem þeir fengu. Ein líkamsárás var kærð eftir skemmtanahald helgarinnar en þarna hafði einn af gestum, eins af veitingastöðum bæjarins, lent í átökum við dyravörð. Gesturinn lagði fram kæru á hendur dyraverðinum vegna áverka sem hann fékk í andlit og öxl.