Annað árið í röð fáum við ísraelskt lið í heimsókn í Evrópukeppninni í mfl. karla. Í ár munu liðsmenn Hapoel Ramat Gan etja kappi við okkar menn. Rétt eins og í fyrra náðum við samningum um að leika báða leikina hér í Eyjum. Fyrri leikurinn er kl. 19.30 á föstudag og telst heimaleikur Hapoel Ramat Gan. Síðari leikurinn, okkar heimaleikur, fer síðan fram á sunnudag kl. 13.00. Okkar menn eru komnir á gott skrið eftir brösuga byrjun, hafa nú unnið sex leiki í röð í deildinni og eru klárir í þessa tvo hörkuleiki um helgina.
Í millitíðinni, kl. 13.30 á laugardag, munu stelpurnar í mfl. kvenna leika heimaleik í Olís-deildinni við KA/�?ór. Stelpurnar hafa farið vel af stað í deildinni það sem af er tímabili, unnið alla sína fimm leiki og sitja á toppi deildarinnar. Leikurinn verður �??bleikur leikur�?? og mun allur ágóði af leiknum renna til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum.
Í næsta mánuði munu síðan stelpurnar halda í víking til Serbíu og etja kappi í Evrópukeppni. �?átttaka okkar í Evrópukeppnunum tveimur er ekki ókeypis og er rétt að geta þess að leikmenn sjálfir fjármagna þann kostnað með því að taka að sér alls kyns verkefni og með sölu varnings. Leikmenn vilja koma á framfæri kæru þakklæti fyrir stuðninginn.
Við hvetjum Eyjamenn alla til að mæta á leikina um helgina og styðja vel við bakið á okkar fólki. Rétt er að geta þess að Krókódílakortin munu ekki gilda á Evrópuleikina. Biðjum við fólk að hafa það hugfast.
Forsala aðgöngumiða fer fram í Tvistinum fimmtudag og föstudag.
Miðaverð 2000 kr á leik
Báða leikina 3000 kr
Áfram ÍBV, alltaf, allsstaðar!