Platan var unnin á fimm sólarhringum í Dark Horse Studio, frægu hljóðveri kántrýsöngvara í Nashville. �?Við unnum myrkranna á milli í mekka kántrýsins á þessum slóðum. �?arna hafa ekki ómerkilegri tónlistarmenn en Dolly Parton og Neil Diamond hljóðritað plötur. Hljómsveitin fékk líka til liðs við sig einn frægasta banjóleikara Bandaríkjanna, Glenn Duncan, og félaga hans Dan Dugmore,�? segir Leifur Viðarsson bassaleikari sveitarinnar.
Auk Leifs skipa sveitina Guðmundur Annas Árnason söngvari, Birgir Nilsen trommari, Herbert Viðarsson banjóleikari og Magnús Kjartan Eyjólfsson gítarleikari. Yfirrótari sveitarinnar er Már Ingólfur Másson.
�?�?tkoman var betri en við áttum von á, stútfull plata af alvöru bluegrasskántríi,�? segir Leifur ánægður.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst