Á laugardaginn fékk ég staðfest að knattspyrnan er sönnun um tilvist Guðs. �?að er útilokað að í heimi dauðlegra manna verði til sú fegurð og undursamleiki tilfinningaróts án þess að það vísi til æðri veruleika.
Að sitja eða standa hálfboginn, þreyttur og lífvana aðra stundina en öskrandi af óhaminni sælu í annan tíma gefur lífsfyllingu annarrar ættar.
�?eir sviptivindar sem þyrluðust upp hjá hverjum þeim sem horfði á leik erkióvinanna frá Manchester, City og United, færa mann úr tötrum hversdagsins. Að sjá hversu staðir og andlausir United-menn voru í fyrri hálfleik, ekki eitt skot á markið og þurfa að horfa uppá sóknirnar bylja á vörn þeirra eins og óhamin kúlnahríð. Níu skot á markið hjá City á móti engu einasta er tölfræði sem fyrir leik var óhugsandi. Staðan í hálfleik átti að vera sex núll.
En eins og í lífinu, sá sem ekki nýtir færin þegar þau gefast getur átt eftir að iðrast beisklega. Franska hetjan Paul Pogba fékk loksins að komast fram yfir miðju í seinni hálfleik. Á fimm mínútum breytti maður leiksins gleðinni á áhorfendapöllunum í sorg. Allt í einu var City ekki lengur með þau þrjú stig sem þurfti til að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn heldur aðeins eitt. En jafnvel það var af þeim tekið. Sakir réttvísinnar skoraði Chris Smalling sigurmarkið, sá sem bar ábyrgð á fyrra marki City.
Að dómi óvilhallra manna er United besta liðið í ensku knattspyrnunni. Að liðið skyldi vinna á útivelli með þessum dramatíska hætti er gleði sem eignast sjálfstætt líf í vitundinni.
�?g hvet alla sem eiga eftir að upplifa töfra knattspyrnunnar að kveikja á sjónvarpinu tímanlega fyrir leik. Spennan sem smám saman hellist yfir er víma sérstakrar tegundar, gleðin og sorgin sem togast á um sálarheillina meðan á leik stendur er hið hvikula líf og yfirvegunin sem færist yfir við að horfa á umræðurnar í kjölfar leiksins er eins og að draga að sér ferskt sjávarloftið.
�?að er ekki nauðsynlegt að halda með United til að finna lífið titra að nýju í glöðu brjósti. �?að er einnig unnt að fara á heimavöllinn og sækja sér spennu, gleði eða örvinglan í eina lífsstund. ÍBV knattspyrnusumarið er að hefjast og 4. maí er fyrsti heimaleikurinn hjá stelpunum og tveimur dögum seinna hjá strákunum. Um leið og ég þakka opinberlega fyrir að slík hamingja sé til í þessum heimi sem heitir knattspyrna hvet ég alla til að mæta á heimaleikina í sumar �?? jafnt hjá strákunum og stelpunum því hjá báðum liðum er nóg til af hinum dýrlegu töfrum sem knattspyrnan ein býr yfir.