Kári Kristján Kristjánsson, línumaðurinn knái hefur framlengt samningi sínum við ÍBV.
Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir að það sé með mikilli ánægju sem tilkynnist að Kári hafi ákveðið að taka eitt tímabil enn og hlökkum til áframhaldandi samstarfs!
Kári sem verður fertugur síðar á árinu segir í samtali við Vísi að hann taki annað hókípókí með krökkunum.
„Það er eitthvað eftir af handbolta í þessum skrokk og mig langar í meira af málmi fyrir Bandalagið,“
segir Kári. Í gær var tilkynnt um að Kristófer Ísak hafi skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Áður hafði verið tilkynnt um komu króatískrar skyttu til félagsins.
https://eyjar.net/kristofer-isak-til-lids-vid-ibv/
https://eyjar.net/kroatisk-skytta-til-lids-vid-ibv/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst