Aganefnd HSÍ hefur dæmt Kára Kristján Kristjánsson í tveggja leikja bann vegna leikbrota hans í leik Hauka og ÍBV í Poweraid-bikar karla. Nefndin skoðaði bæði leikbrot hans í leik gegn Fram annars vegar og Hauka hins vegar.
Með úrskurði aganefndar komst aganefnd að þeirri niðurstöðu að leikmanninum verði ekki refsað vegna meints leikbrots í leik gegn Fram. Hins vegar var ÍBV gefið færi á að skila greinargerð áður en ákvörðun yrði tekin um viðurlög vegna leikbrots í leik gegn Haukum. Greinargerð barst frá ÍBV. Hefur aganefnd farið yfir sjónarmið félagsins og framlögð myndbönd.
Með vísan til þess að um var að ræða illkvittna aðgerð gegn óviðbúnum mótherja í skilningi reglu 8:6 b), er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í tveggja leikja bann. Leikbönnin taka gildi í dag, segir í úrskurði aganefndar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst