Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur valið 18 leikmenn til þátttaöku í tveimur landsleikjum gegn Þjóðverjum í undankeppni EM. Fyrri leikurinn verður í Laugardalshöll 9. mars en síðari leikurinn í Þýskalandi 13. mars. Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er á sínum stað í landsliðshópnum en Kári hefur verið að vinna sér fast sæti í hópnum undanfarið og tók þátt í Heimsmeistaramótinu í Svíþjóð með liðinu á dögunum.