Vestmannaeyjahlaupið fer fram á laugardaginn í annað sinn. Þátttakan í fyrra fór fram úr björtustu vonum skipuleggjenda en um 250 manns tóku þá þátt í hlaupinu, sem var síðan valið eitt af skemmtilegustu hlaupum ársins á vefsíðunni hlaup.is. Magnús Bragason segir að skráning gangi vel og skipuleggjendur viti um nokkra hópa sem ætli að taka þátt. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir í hlaupinu, 5, 10 og 21 km en hægt er að skoða leiðirnar á vestmannaeyjahlaup.is. Ólympíufarinn Kári Steinn