Karlakór Vestmannaeyja hefur verið valinn til þátttöku í “kóra-idol þáttunum” Kórar Íslands sem hefja göngu sína á Stöð 2, sunnudaginn 24. september nk. Í þáttunum munu tuttugu kórar keppa í beinni útsendingu um titilinn Kór Íslands 2017 og hlýtur sigurvegarinn vegleg verðlaun. Til að geta tekið þátt í keppninni þurfa kórarnir að vera með tíu eða fleiri meðlimi sem allir þurfa að vera 16 ára eða eldri. Kórarnir eru hvaðanæva af landinu og af öllu gerðum. Kosið verður um besta kórinn og eru það áhorfendur sem sjá um það í símakosningu. �?riggja manna dómnefnd verður að auki til staðar en hún er skipuð söngkonunum Kristjönu Stefánsdóttur og Bryndísi Jakobsdóttur og Ara Braga Kárasyni trompetspretthlaupara. Kynnir í þáttunum verður Friðrik Dór Jónsson.
Meðlimir Karlakórsins og stjórnandi eru gríðarlega spenntir fyrir verkefninu en nú þegar er kórinn farinn að æfa af miklu kappi fyrir þetta verkefni.