Karlaplott og þúfupólitík
22. janúar, 2007

1. �?llum félögum í Framsóknarfélögunum í Suðurkjördæmi stóð til boða að taka þátt í prófkjöri okkar og rann framboðsfresturinn út þann 15. desember síðastliðinn.

2. �?g gaf kost á mér sem fulltrúi alls kjördæmisins, allt frá Sandgerði yfir til Lónsins. �?etta kunnu Framsóknarmenn að meta og hlaut ég því þriðju flest atkvæðin í prófkjörinu og komu þau atkvæði alls staðar úr kjördæminu.

3. Í prófkjörinu greiddu kjósendur einstaklingum atkvæði, ekki sveitarfélögum eða svæðum. Sú staðreynd að einn frambjóðandi kýs að taka ekki það sæti sem honum bar á listanum gefur hvorki honum né öðrum sjálfdæmi um hver skuli taka það sæti

Að síðustu vil ég benda einum af forystumönnum Framsóknarflokksins í Reykjavík á að það hefur ekki verið hefð í Framsóknarflokknum að menn séu að skipta sér af prófkjörum eða uppstillingum í öðrum kjördæmum. Honum færi betur að hafa meiri áhyggjur af stöðu flokksins í sínu eigin kjördæmi. Ekki veitir af.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst