Karólína Bæhrenz Lárudóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Kárólínu þarf ekki að kynna fyrir handboltaáhugafólki enda hefur hún verið í fremstu röð lengi. Á síðustu leiktíð lék hún með liðinu Boden Handboll í B-deild sænska handboltans en þar á undan spilaði hún með Gróttu og Val og hefur unnið fjölda titla með þeim. Auk þess hefur hún leikið 21 landsleik fyrir A lið Íslands. Hrafnhildur Skúladóttir þjálfari þekkir vel til Karólínu en þær spiluðu lengi saman með liði Vals.