Í dag klukkan 18:00 fá Eyjamenn Keflavíkinga í heimsókn í 16. umferð Pepsídeildar karla. Keflvíkingar unnu Eyjamenn í fyrri leik liðanna í Keflavík, 1:0 en sigur þeirra var að margra mati afar ósanngjarn þar sem ÍBV var betra liðið í leiknum. Það má búast við fjörugum leik, enda Hásteinsvöllurinn rennandi blautur og verður jafnvel enn blautari, enda er spá rigningu í dag.