Í vikublaðinu Fréttum auglýsir Vestmannaeyjabær eftir tölvustjóra til að sinna almennri tölvuþjónustu, tölvukerfum, uppbyggingu og viðhaldi þeirra sem og endurnýjun. Einnig á hann að hafa umsjón með símkerfi sveitarfélagsins, heimasíðum og kynningu og kennslu starfsmanna. Leitað er eftir háskólamenntuðum starfsmanni.