KFS áfram á sigurbraut
8. júní, 2014
KFS heldur efsta sætinu í B-riðli 4. deildar en Eyjamenn lögðu KB að velli á Leiknisvelli í dag. Lokatölur urðu 2:3 fyrir KFS en Eyjamenn lentu undir snemma í leiknum. Jóhann I. �?órðarson jafnaði hins vegar metin á 35. mínútu og þremur mínútum síðar kom Ingólfur Einisson KFS yfir og staðan í hálfleik var 1:2. Ingólfur var svo aftur á ferðinni á 70. mínútu þegar hann skoraði sitt annað mark og þriðja mark KFS en aðeins mínútu síðar minnkuðu heimamenn muninn í 2:3. Lengra komust þeir hins vegar ekki og því er KFS með fullt hús stiga í B-riðli 4. deildar eftir þrjár umferðir og líklega er þetta ein besta byrjun KFS í Íslandsmótinu í langan tíma.
�?ess má geta að Ingólfur er markahæsti leikmaður B-riðils með fimm mörk úr leikjunum þremur.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst