Í dag klukkan 14.00 tekur KFS á móti KV í A-riðli 3. deildar í knattspyrnu. KFS fór illa af stað í Íslandsmótinu en hafa aðeins rétt úr kútnum í síðustu leikjum og hafa m.a. unnið síðustu tvo heimaleiki sína. Þrátt fyrir það er KFS í næst neðsta sæti riðilsins með sex stig en KV er í þriðja sæti með níu. Leikurinn er síðasti leikurinn í sjöttu umferð riðilsins og því geta Eyjamenn komist í toppbaráttuna með sigri.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst