KFS vann tveggja marka sigur á útivelli
30. ágúst, 2014
KFS mætti Létti á útivelli í dag í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum 4. deildar karla í Íslandsmótinu. KFS hafði betur, 0:2 en staðan í hálfleik var 0:0. Mörkin tvö gerðu bræðurnir Sigurvin og Guðjón �?lafssynir (Sigurvinssonar) og því eru Eyjamenn komnir í ansi góða stöðu. Síðari leikur liðanna fer fram á Helgafellsvelli næstkomandi þriðjudag og byrjar klukkan 17:30.
�??Frábær sigur úti í fyrri leik 8-liða úrslita í 4. deild í dag,�?? skrifar Hjalti Kristjánsson, þjálfari KFS á heimasíðu félagsins. �??Léttir hafði verið á miklu “run-i” og komið sér í 2. sæti að undanförnu, m.a. með jafntefli við �??ofurlið” KFG. Við tókum strax yfirhöndina á 5 manna vörn Léttis og ljóst var fljótlega, að þeir spiluðu a.ö.l. nákvæmlega eins og við bjuggumst við. Við fengum hvert hornið af fætur öðru, en skallar Venna rötuðu ekki rétta leið og um miðjan f.h. varð Fannar að taka á honum stóra sínum eftir skalla af stuttu færi. Stuttu seinna skallaði Gauti framhjá úr dauðafæri. �?g fór mjög sáttur inn í hléi og við fórum yfir nokkur smáatriði, sem við gætum lagað. �?að gekk allt eftir, mikil einbeiting í s.h. og smám saman lönduðum við laxinum, fyrst skoraði Gaui með skalla af stuttu færi eftir sendingu Gauta eftir snilldarsendingu Venna og síðan skoraði Venni sjálfur í bláhornið eftir snilldareinleik og sendingu Gauta. Einbeittir varamenn kláruðu svo leikinn fyrir þreytta og hálfmeidda menn, það voru úrvinda félagar í bílnum á leið í Herjólf, svona á þetta að vera.�??
Eins og áður sagði mætast liðin að nýju á þriðjudag á Helgafellsvellinum. �??Síðari hálfleikur á þriðjudag, fínt að fara inn í seinni hálfleik með 2:0, verður langur hálfleikur, þetta er alls ekki búið,�?? skrifar doktorinn að lokum.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst