KFS vann sitt fyrsta stig í kvöld þegar liðið gerði 3:3 jafntefli gegn KFK en leikurinn fór fram í Fagralundi í Kópavogi. Eyjamenn byrjuðu vel í leiknum, Birkir Hlynsson kom KFS yfir en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Bjarni Rúnar Einarsso jafnaði svo í 2:2 úr víti á 76. mínútu en enn áttu eftir að bætast við tvö mörk. Heimamenn komust í 3:2 stuttu eftir mark Bjarna Rúnars en Þorsteinn Þorsteinsson jafnaði metin þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum.