KFS leikur sinn fyrsta leik í sumar í dag, fimmtudag. Liðið tekur þá á móti utandeildarliðinu Birninum í 1. umferð Visa-bikarkeppninnar. Leikurinn hefst á frekar óvenjulegum tíma, eða klukkan 12.00. Það er gert svo að Bjarnarmenn hafi möguleika á að ná seinni ferð Herjólfs eftir leik. Leikurinn mun fara fram á settum tíma þar sem leikmenn Bjarnarins koma með Herjólfi kvöldið áður.