Í dag klukkan 13.00 tekur KFS á móti Berserkjum í B-riðli 3. deildar karla í knattspyrnu. Eyjamönnum var spáð góðu gengi í spá fyrirliða og þjálfara, öðru sæti í riðlinum og þar með sæti í úrslitakeppninni. Liðið byrjaði þó ekki vel því í fyrsta leik steinlá KFS 4:0 á útivelli gegn Þrótti Vogum. Marga sterka leikmenn vantaði í þann leik en þeir verða væntanlega á sínum stað í dag og kemur ekkert annað en sigur til greina hjá Hjalta Kristjánssyni og félögum í KFS.