Dagana 13.til 18. júlí sækja Eyjarnar heim tæplega 140 þátttakendur í norrænu móti KFUM og KFUK félaganna í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Færeyjum og Íslandi. Vanalega hafa þessi mót verið haldin í sumarbúðum félagana en vegna góðrar þátttöku Vestmannaeyinga í gegnum árin og til að brydda upp á nýjungum var ákveðið að halda mótið í þessari paradís sem Vestmannaeyjar eru.
Yfirskrift mótsins er �??Feel the Nature�?� og passar það því vel við Eyjarnar. �??Mótsgestir fá að upplifa Eyjarnar með sem bestum hætti ásamt því að læra um Guð, náttúruna sem Hann skapaði og hvernig bera eigi virðingu fyrir sköpunarverkinu,�?? segir Gísli Stefánsson æskulýðsfulltrúi Landakirkju og starfsmaður KFUM og KFUK á Íslandi.
�??Farið verður í bátsferðir, Eldheima og sunnudaginn 16. júlí fara allir mótsgestir í þrautaleikinn �??Upplifðu Vestmannaeyjar�?? þar sem farið verður út um alla Heimaey og þrautir leystar.�??
�?að er heiður fyrir KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum að vera eiginlegir gestgjafar mótsins en mótið er undirbúið af mótsnefnd sem samanstendur af starfsmönnum KFUM og KFUK á Íslandi, þar með talið Gísla Stefánssyni æskulýðsfulltrúa Landakirkju og �?resti Árna Gunnarssyni fjármálastjóra KFUM og KFUK á Íslandi en hann er einmitt gamall Vestmannaeyingur.