Hinn alrafmagnaði Kia EV3 var frumsýndur á Íslandi í ársbyrjun 2025. Það er óhætt að segja að síðan þá hafi Kia EV3 slegið í gegn hér á landi en hann er sem stendur næstmestseldi bíllinn í almennri notkun á Íslandi 2025. Kia EV3 hefur sópað að sér verðlaunum á heimsvísu og var t.a.m. valinn bíll ársins 2025 hjá World Car Awards og vann hönnunarverðlaun Red Dot, ein þau stærstu í heiminum, fyrir bestu hönnun. Kia EV3 er fáanlegur í 5 útfærslum hér á landi og er væntanlegur fjórhjóladrifinn á næsta ári (2026).
Margverðlaunaður
„Kia EV3 kemur með sömu tækni og Kia EV9 og er því með tækni sem finnst vanalega í stærri rafjeppum. Það má til gamans geta að Kia EV9 náði ótrúlegum áfanga 2024 þegar hann var valinn bæði bíll ársins og rafbíll ársins hjá World Car of the Year. EV3 státar af framúrstefnulegri ytri hönnun ásamt hagnýtu og rúmgóðu innanrými sem er hannað til að hámarka notagildi,“ segir Egill Örn Gunnarsson, vörumerkjastjóri hjá Öskju sem er umboðsaðili Kia hér á landi.
Drægni er allt að 605 km og hleðsla í 10 til 80% næst á einungis 31 mínútu sem er afar hentugt í daglegri notkun. Með Vehicle-to-Load (V2L) tækni er hægt að nýta orku EV3 fyrir raftæki eða hleðslu utan bíls. Eins og t.d. kaffivél eða rafhjól.
Mælaborð EV3 skiptist í þrefaldan breiðskjá sem felur í sér 12,3″ margmiðlunarskjá, 5,3″ snertiskjá fyrir loftkælingu og 12,3″ LCD mælaborð. Farþegi í framsæti hefur aðgang að margvíslegri afþreyingu eins og Youtube eða Netflix.
Auk þess er EV3 útbúinn gervigreindaraðstoð (AI Assistant), akstursaðstoðarkerfum (ADAS) og OTA hugbúnaðaruppfærslum, sem bæta upplifun eigenda.
Helstu upplýsingar
EV3 er 4,3 metrar á lengd, 1,85 metrar á breidd, 1,56 metrar á hæð og hjólhafið er 2,68 metrar. Farangursrýmið er 460 lítrar.
EV3 fæst bæði með 58,3 kWh (standard range) og 81,4 kWh rafhlöðu. EV3 notast við 150kW / 283Nm rafmagnsmótor sem gerir honum kleift að komast frá 0 upp í 100 á 7,5 sekúndum. Hámarkshraði bílsins er 170 km á klst.
EV3 er fáanlegur í níu litum og þar af eru 4 sérstaklega búnir til hjá Kia fyrir EV3 línuna.
Að keyra Kia EV3
„Einfalt og notendavænt viðmót eykur getu ökumanns til að halda höndum við stýrið og einbeitingu á veginum framundan. Hægt er að stjórna fjölmörgum aðgerðum með einni snertingu á stýrihnöppum, þar á meðal akstursstillingu, hraðastilli, tónlist og leiðsögn. Fleiri hnappar, samþættir fyrir neðan miðskjáinn veita stjórn á aðgerðum eins og korti, tónlist og uppsetningu annarra kerfa,“ segir Egill Örn.
„Handhægur miðjustokkur aðskilur ökumanns- og farþegarými að framan. Miðjustokkurinn inniheldur renniborð og geymslusvæði, sem hægt er að stilla eftir þörfum farþega. Neðra svæðið er hægt að nota til að geyma drykki, snarl og jafnvel litla bakpoka. Vel er hægt að nota miðjustokkinn undir fartölvu og önnur raftæki þegar bíllinn er kyrrstæður eða í hleðslu.“
Ánægjulegri rafmögnuð upplifun – Aðgengileg fyrir alla.
Hægt er að velja um 5 útfærslur af EV3 hjá Kia á Íslandi og umboðsaðilum Kia um land allt en EV3 er væntanlegur fjórhjóladrifinn á næsta ári.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst