Í dag ganga Íslendingar til kosninga, þegar tíundu forsetakosningar eru haldnar í sögu lýðveldisins. Þar munu landsmenn kjósa sjöunda forseta lýðveldisins. Frambjóðendurnir eru tólf talsins.
Í Vestmannaeyjum er hægt að kjósa í Barnaskólanum, inngangur um norður- og suðurdyr.
Aðgengi fyrir fatlaða er um norðurdyr. Kjörfundur hófst kl. 9.00 í morgun og lýkur kl. 22.00 í kvöld.
Bænum er skipt með eftirfarandi hætti í tvær kjördeildir:
Kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskírteini, getur átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði. Yfirkjörstjórn verður til húsa á kjörstað í Barnaskólanum á kjördegi.
Þó nokkrir voru mættir á kjörstað klukkan 9 í morgun þegar kjörfundur hófst.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst