Alls höfðu 2512 kosið í Vestmannaeyjum þegar kjörstöðum var lokað kl. tíu í gærkvöldi eða 80,6%. Þar af voru utankjörfundaratkvæði 714 eða 22,9%.
Á kjörskrá voru 3115, en til samanburðar voru 3063 á kjörskrá fyrir þremur árum en þá var kjörsókn 81,4%. Árið 2017 var hún 80,%, 2016 81,6% og 82,3% árið 2013.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst