Klukkan fimm í dag höfðu 44,4%, kjósenda í Vestmannaeyjum kosið til sveitarstjórnar, sem er sambærilegt og fyrir fjórum árum. Á kjörskrá nú eru 3.162 og hafa 1404 kosið á kjörstað. Alls eru utankjörfundaratkvæði 796 talsins, eða 25,2% og er það frekar mikið miða við síðustu kosningar, en þá voru þau 361 eða 11,4%. �?að má því áætla að kjörsókn verði betri núna en fyrir fjórum árum.
Kjörstaður er í Barnaskólanum, og eru inngangar um norður- og suðurdyr. Kjörfundi lýkur kl. 22:00 í kvöld. Aðgengi fyrir fatlaða er um norðurdyr.