Kjörsókn undir 80%?
31. maí, 2014
Jóhann Pétursson, formaður kjörstjórnar í Vestmannaeyjum, segir að fleiri hafi kosið nú en á sama tíma í sveitastjórnarkosningunum fyrir fjórum árum. Klukkan 15:00 höfðu 877 kosið í Eyjum, sem eru 27,7% af þeim sem eru á kjörskrá. Á sama tíma fyrir fjórum árum höfðu 26,9% kosið, 2006 höfðu 26,3% kosið og 2002 höfðu 25,7% kosið.
Hins vegar segir Jóhann að þrátt fyrir þetta gæti kjörsókn verið í sögulegu lágmarki í ár. �??�?að skýrist fyrst og fremst af því að utankjörfundaratkvæði nú eru mun færri en fyrir fjórum árum. �?á voru þau 444 en samkvæmt síðustu talningu eru utankjörfundaratkvæðin nú 314,�?? sagði Jóhann. Kjörsókn 2010 var 81,4%, 87% 2006 og 90,4% 2002. �??�?að gæti því farið sem svo að kjörsókn nú verði undir 80% og það höfum við ekki séð í sveitar- eða alþingiskosningum,�?? bætti Jóhann við.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst