Kolbeinn Aron framlengir við ÍBV
22. maí, 2015
Markmaðurinn knái Kolbeinn Aron Arnarsson hefur samið við ÍBV á nýjan leik en þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir félagið en Kolbeinn gerði eins árs samning við ÍBV. Kolbein hefur vaxið mikið sem markmaður og hefur verið mikilvægur partur af liði ÍBV undanfarin ár. Hann varð Íslands- og Bikarmeistari með félaginu.
Kolbeinn hefur leikið 206 deildarleiki fyrir ÍBV en Kolbeinn er 26 ára og er uppalinn hjá ÍBV og hefur spilað alla sína tíð fyrir félagið. Samningurinn var undirritaður í íþróttahúsinu nú síðdegis.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst