Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir að sú staða sem komin sé upp í samgöngumálum við fastalandið sé grafalvarleg. �??Samgöngumál okkar Eyjamanna eru nú þegar í vondri stöðu. Herjólfur er löngu úreltur og þörf á nýju skipi, Landeyjahöfn virkar ekki eins og henni var ætlað og henni verður að breyta, ríkisstyrkur til flugs hefur verið afnuminn og áfram má telja. Eina ljósið í þessu er góð þjónusta flugfélagsins Ernis en jafnvel það ljós er reynt að slökkva með einhveri neikvæðri skýrslu um félagshagfræðilega stöðu flugvallar, hvað sem það nú er. �?llu þessu höfum við Eyjamenn reynt að mæta af æðruleysi og langlundargerði í þeirri von að unnið væri að úrbótum. Nú er hinsvegar staðan komin langt út fyrir það að við getum verið róleg. �?að sér hver maður að það gengur ekki að á hverjum degi komist ekki nema örfáir tugir bíla til og frá næst stærsta byggðarkjarna á landsbyggðinni og fyrirtæki komi ekki vörum sínum á markað,�?? segir Elliði.
Hann spyr jafnframt hvernig eigi að vera hægt að byggja hér upp ferðaþjónustu þegar samgöngur á sjó liggja niðri um helgar. �??Hvernig eigum við að geta rekið hér fullvinnslu á sjávarafurðum þegar ekki er hægt að koma vörunni á markað? Hvernig eigum við að geta haldið áfram að framleiða öll þessu miklu verðmæti sem við gerum fyrir þjóðarbúið á meðan ekki er hægt að tryggja grunnþjónustu? �?g er hræddur um að hratt yrði brugðist við ef Grindarvíkurvegurinn myndi lokast, eða vegurinn að Reykjarnesbæ. Við krefjumst því þess að tafarlaust verði allt gert til að tryggja samninga og koma samgöngum okkar í viðunandi horf. Hingað og ekki lengra.�??