Komið og styðjið við bakið á stelpunum
Gunnar Magnússon og Sigurður Bragason

Stelpurnar okkar spila gegn Val í undanúrslitum Coca-cola bikarsins í kvöld klukkan 20:15. Leikið verður á Ásvöllum í Hafnarfirði en miðasala fer fram í miðasöluappinu Stubbur. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast KA/Þór og Fram, úrslitaleikurinn fer svo fram á laugardag kl 13:30. Við hvetjum stuðningsmenn ÍBV til að fjölmenna á völlinn enda hefur það sannað sig að góður stuðningur getur farið langt með að sigla bikarnum heim.

Allar klárar
Sigurður Bragason þjálfari ÍBV segir liðið vera tilbúið í átök kvöldsins. “Já, það er engin meidd þegar svona verkefni er í gangi. Það er bara plástur á sárið og áfram gakk. Staðan á hópnum er mjög góð.” Hvernig lýst þá á andstæðinganna í Val? “Bara mjög vel, það hefði í raun engu skipt hverjum við hefðum mætt í þessum undanúrslitum. Ég held að þarna séu fjögur sterkustu liðin í dag samankomin. Þannig að það breytir engu hverjum maður mætir, þetta er allt saman erfitt en skemmtilegt.” Siggi segir allar líkur á jöfnum leik. “Já, algerlega 50/50, við höfum unnið hvorn leikinn á móti hvor öðrum í vetur. Mjög áþekk lið að styrk, þannig að þetta eru gersemlega helmingslíkur.”

Sorglegt að Íslendingar eigi ekki alvöru þjóðarleikvang
Nú er spilað á Ásvöllum ekki í Laugardalshöll, mun það hafa einhver áhrif? Ég verð nú bara að segja eins og er, þá eru Ásvellir miklu áhorfendavænni heldur en Laugardalshöll. Áhorfendur beggja vegna við völlinn osfr. Þannig að svarið er nei, engin áhrif á leikinn sjálfan. Annars er bara sorglegt að Íslendingar eigi ekki alvöru íþróttahús, svona þjóðarleikvang, og í raun til skammar. Það er ekki eins og þetta sé að gerast óvænt. Það er búið að benda á þetta í fjöldamörg ár.

Þjóðhátíðarstemmari
Siggi segir alltaf gaman að taka þátt í þessari helgi. “Þetta er vissulega alveg frábært, svona þjóðhátíðarstemmari. Þau hjá HSÍ mega eiga það að þetta er allt saman mjög flott og mjög fagmannlegt. Við munum njóta þess að spila þarna.” Siggi hafði einföld skilaboð til fólks að lokum. “Plís, sérstaklega Eyjamenn og konur í borginni, komið og styðjið við bakið á stelpunum. Þær eiga svo sannarlega skilið að fá alvöru stuðning. Þetta er frábær skemmtun.”

Rætt er við leikmenn og nánar spáð í spilin í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.

Hér má nálgast leikskrá sem gefin var út fyrir Final 4,

https://issuu.com/ibvhandbolti/docs/final_4_2022_-_leikskr_bv_mfl.kvk

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.