Georg Eiður Arnarson, lundaveiðimaður skrifar harðorða grein á bloggsíðu sinni þar sem segir vísindamanninn dr. Erp Snæ Hansen vinna gegn lundaveiðimönnum í Eyjum. Georg segist hafa fengið það staðfest að Erpur reyni að hindra það að lundaveiðimenn frá Eyjum fái að veiða lunda annarsstaðar á landinu. Auk þess segir Georg að ákvörðunin um algjört lundaveiðibann hafi verið röng því betra hefði verið að veiða lítinn hluta stofnsins og fylgjast þannig með lundanum.